Nýjar reglur á höfuðborgarsvæðinu útaf kórónaveirunni

Skjáskot úr myndbandi almannavarna um rétta grímunotkun.
Skjáskot úr myndbandi almannavarna um rétta grímunotkun.
Nú er búið að breyta reglum á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónu-veirunnar því það eru fleiri að smitast. Við þurfum öll að passa okkur!
 
Höfuðborgarsvæðið er Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjós, Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur.
 

Hverjar eru reglurnar?

- Þú þarft að passa að hafa 2 metra á milli þín og annarra.
 
Hvað eru 2 metrar mikið?
- Svona um það bil eins og tveir stórir hundar standi í röð á milli okkar!
 
Þarf ég alltaf að vera með grímu?
- Þú þarft að vera með grímu í strætó.
- Þú þarft að vera með grímu þegar þú verslar í matinn ef þú getur ekki verið 2 metra frá næstu manneskju.
 
Má ekki hittast?
- Það mega ekki fleiri en 20 hittast og það verða vera að vera 2 metrar á milli allra.
 
Kemst ég í sund?
- Nei, sundlaugar eru lokaðar og líkamsrækt innandyra. Þú getur enn farið í göngutúra og gert æfingar úti.
 
Loka leikhús og bíó?
- Nei, leikhús og bíó verða opin. Þú þarft að vera með grímu og það mega ekki vera fleiri en 20 manns. Veitingastaðir mega vera með opið til klukkan níu á kvöldin.
 
Fara börn áfram í skóla og leikskóla?
- Já.