Nýjar reglur vegna COVID, 24. febrúar
Fréttir
24.02.2021
Nýjar COVID reglur sem gilda frá 24. febrúar:
- Fáir eru smitaðir af COVID á Íslandi.
- Enginn hefur smitast af COVID síðan 1. febrúar sem ekki var í sóttkví.
- Þess vegna er hægt að slaka ennþá meira á reglum í samfélaginu.
- Við þurfum öll að hjálpast að og gæta okkar.
- Það mega ekki fleiri en 50 manns hittast. Það gildir ekki um börn fædd árið 2005 og yngri.
- Við þurfum að hafa 2 metra fjarlægð á milli okkar og annarra. Ef við getum það ekki þarf að vera með grímu.
- Börn fædd árið 2005 og yngri þurfa ekki að vera með grímu.
- Ef þú hefur fengið COVID-19 eða getur ekki verið með grímu vegna heilsu eða fötlunar þarftu þess ekki. En allir sem geta eiga að vera með grímu.
Söfn og búðir
- 2 metrar á milli fólks og þú þarft að vera með grímu.
- 200 manns mega vera á sama stað.
Viðburðir og skemmtun
Íþróttir og líkamsrækt
- Það mega ekki vera fleiri en 50 manns í hverju rými.
- Það má fara í heilsurækt, líkamsrækt, í sund og á skíði.
- Það mega vera 200 áhorfendur á íþrótta-keppnum ef fólk situr. Ef áhorfendur standa mega bara vera 50 manns.
Sjá frétt stjórnvalda