Rætt um mannréttindi á Selfossi

Auglýsing fyrir fundinn Mótum framtíðina saman. Þar kemur fram að fundurinn er á Hótel Selfossi, mán…
Auglýsing fyrir fundinn Mótum framtíðina saman. Þar kemur fram að fundurinn er á Hótel Selfossi, mánudaginn 29. ágúst kl. 16.00. Á fundinum tala Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Opnar umræður verða í lokin.
Forsætisráðuneytið heldur fundi um allt land á næstu vikum til þess að ræða stöðu mannréttinda. Tilefnið er vinna við Grænbók um mannréttindi.
 
Fyrsti fundur fer fram á Hótel Selfossi á Selfossi, mánudaginn 29. ágúst, kl. 16.00-17.30. Unnur Helga, formaður Þroskahjálpar, verður meðal þeirra sem halda erindi á fundinum.