Hægt er að senda inn ábendingar um aðgengi á og við kjörstaði á vef Betri Reykjavíkur á www.betrireykjavik.is/community/3465
Í kjölfar herferðar Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, ákvað Reykjavíkurborg að opna sérstakt svæði inni á vefnum Betri Reykjavík. Þar verður hægt að senda inn ábendingar og reynslusögur vegna aðgengismála þegar kemur að því að kjósa.
Aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík mun fara yfir allar ábendingar og koma þeim á framfæri.
„Markmiðið með þessu verkefni er að tryggja að kjörstaðir í Reykjavíkurborg séu aðgengilegir og að við getum brugðist við ábendingum borgarbúa um kjörstaði þar sem aðgengi er ábótavant,“ segir Tómas Ingi Adolfsson, sérfræðingur á mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Kveikjan var herferð Þroskahjálpar og áttum við í framhaldinu samtal við starfsmann skrifstofu borgarstjórnar sem sér um framkvæmd kosninganna í Reykjavík. Okkur langaði að bregðast við þessu ákalli Þroskahjálpar og gera okkar til að tryggja aðgengi allra að kosningum.“
Landssamtökin Þroskahjálp hvetja alla til að senda inn ábendingar og sögur!
Smelltu hér til þess að skoða vef Betri Reykjavíkur.