Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Við verðlaunahátíðina
Við verðlaunahátíðina
Óskum Sendiherrum SÞ um réttindi fatlaðra til hamingju með tilnefningu til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum: "Til atlögu gegn fordómum"

Sjö einstaklingar með þroskahömlun kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og eru sendiherrar samningsins. Þau vinna að því að kynna samninginn og freista þess að breyta viðhorfi til fatlaðra til hins betra. Sendiherrarnir eru Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson. Verkefnisstjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, kennari hjá Fjölmennt.