Á síðustu vikum hafa Landssamtökin Þroskahjálp óskað eftir samtali við sveitarfélög um land allt um atvinnu- og menntunartækifæri ungs fatlaðs fólks, en sérstök áhersla hefur verið á málefnið hjá samtökunum undanfarið vegna þess skorts á tækifærum sem hefur verið viðvarandi vandamál.
Viðbrögð sveitarfélaga til þess að ræða við Þroskahjálp er mikið fagnaðarefni, en þau sveitarfélög sem svarað hafa kalli samtakanna og óskað eftir samtali um atvinnu og menntunartækifæri ungs fatlaðs fólks eru Vestmannaeyjar, Mosfellsbær, Suðurnesjabær, Norðurþing, Strandabyggð, Reykhólar, Seltjarnarnes, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Akureyri.
Við hvetjum öll sveitarfélög til þess að taka þátt í samtalinu og samvinnunni, til að hægt sé að vinna af krafti til þess að kortleggja og efla atvinnu- og menntunartækifæri ungs fatlaðs fólks og gefa því tækifæri til þess að nýta hæfileika sína og krafta.
Verkefnastjóri er Sara Dögg Svanhildardóttir. Smelltu hér til að senda henni tölvupóst.