Sara Dögg Svanhildardóttir nýr starfsmaður

*Auðlesið neðst*

Sara Dögg hefur verið ráðin á skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar til að sjá um samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt með áralanga reynslu af skólastarfi, bæði sem kennari og stjórnandi. 

Sara Dögg starfaði hjá Hjallastefnunni í 11 ár, tók þátt í að byggja upp starfið og leiddi breytingar. Síðar starfaði hún við ráðgjöf í menntamálum og kom að stofnun Arnarskóla, sjálfstætt starfandi sérskóla fyrir fötluð börn. Sara Dög kemur frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem hún var m.a. verkefnastjóri menntamála.

Sara Dögg sat í stjórn Einhverfusamtakanna í tvö ár og brennur fyrir jöfnum tækifærum allra til þátttöku í samfélaginu. Sara Dögg býr í Garðabæ gift og stuðningsforeldri fyrir einhverfa stúlku eða aukamamma eins og stelpan hennar kallar það.

Starfsfólk Þroskahjálpar býður Söru Dögg velkomna í hópinn og við hlökkum til að takast á við þessi mikilvægu verkefni með henni!

AUÐLESIÐ

  • Sara Dögg Svanhildardóttir hefur verið ráðin á skrifstofuna hjá Þroskahjálp.
  • Hún á að vinna í verkefnum sem snúast um námsframboð og atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.
  • Hún er menntaður kennari. Hún hefur líka verið skólastjóri. 
  • Hún var í stjórn Einhverfusamtakanna og er stuðningsforeldri fyrir einhverfa stúlku.
  • Sara Dögg vill berjast fyrir jöfnum tækifærum fólks til að taka þátt í samfélaginu.
  • Við hjá Þroskahjálp hlökkum til að vinna í þessum mikilvægu málum með Söru Dögg.