Siðmennt styrkir söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Aðalfundur lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar sendi ályktun frá sér vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, og harmar að nú skuli hafin styrjöld í heimsálfu okkar með verulegu mannfalli meðal óbreyttra borgara, sundrun fjölskyldna og samfélaga, og miklum straumi flóttamanna. 

Siðmennt ákvað, í ljósi stöðu jaðarsettra hópa í stríðsátökum, að styrkja söfnun Þroskahjálpar, Átaks, Tabú og ÖBÍ um 500.000 kr. í nafni siðrænna húmanista á Íslandi.

Við þökkum félagsmönnum Siðmenntar kærlega fyrir rausnarlegan stuðning við söfnun okkar og fatlað fólk í Úkraínu..

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að millifæra:

Kt. 521176-0409
0526-26-5281