Eyrún og Dalrós á fundi með utanríkisráðherra
Í síðustu viku komu þær Eyrún og Dalrós í seinni lotu í starfsnámi hjá Þroskahjálp, en þær komu fyrst til liðs við okkur í október á síðasta ári. Af verkefnum sem þær hafa sinnt má nefna fund um málefni Úkraínu með utanríkisráðherra og breiðum hópi fatlaðs fólks, undirbúningur fyrir spennandi ráðstefnu um tækifæri barna í íþróttastarfi, gerð sýndarveruleika og margt fleira. Þær stöllur útskrifast úr diplómanámi í HÍ í vor og eru frábær liðsauki í starfslið Þroskahjálpar og verða í starfi út mars.