Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélagið og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra settu saman stefnuskrá sem tímasettum markmiðum sem kynnt var á fundum með frambjóðendum í tíu sveitarfélögum.
Þessi markmið eru frekar hófstillt, enda sett fram með það í huga að þau séu uppfyllanleg. Við hvetjum nýkjörna sveitastjórnarmenn til að setja markið hátt og gera enn betur.
Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélagið og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra settu saman stefnuskrá sem tímasettum markmiðum sem
kynnt var á fundum með frambjóðendum í tíu sveitarfélögum.
Þessi markmið eru frekar hófstillt, enda sett fram með það í huga að þau séu uppfyllanleg. Við hvetjum nýkjörna
sveitastjórnarmenn til að setja markið hátt og gera enn betur.
Stefnuskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar vor 2014
Markmið fyrir 2014 – 2018
Aðgengi (Algild hönnun)
Aðalskipulag og deiliskipulag í sveitarfélaginu taki mið af aðgengi fyrir alla
Allt húsnæði sem ætlað er til almenns félags-, menningar- og tómstundastarfs verði gert aðgengilegt fötluðu
fólki
Allar upplýsingar á vegum sveitarfélagsins séu á auðlesnu máli og aðgengilegar fyrir alla
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Gerð hafi verið úttekt og áætlun um hvernig aðgengi er tryggt í sveitarfélaginu
• Heimasíður sveitarfélagsins uppfylli aðgengisstaðalin WCAG 2.0 AA (í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um opinber
vefsvæði frá 11.10.2012)
• Auðlesið mál verði komið í notkun á öllum miðlum sveitarfélagsins
Atvinnumál
Fjölga atvinnuúrræðum fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu
Sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að ráða fatlað fólk í vinnu
Tryggja virkni úrræði fyrir fólk sem vegna fötlunar hefur ekki möguleika á störfum á almennum vinnumarkaði.
Tryggja að fólk sem er nú þegar í virkni úrræðum en getur sótt vinnu á almennum vinnumarkaði fái stuðning til
þess.
Tryggja liðveislu á almennum vinnumarkaði fyrir fatlað fólk sem hefur þörf fyrir hana
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Virk vinnumiðlun og stuðningur við fatlað fólk á vinnumarkaði sé til staðar á öllum þjónustusvæðum
• Aðstoð við fatlaða atvinnuleitendur sé skilgreind eins og önnur atvinnumál
• 85% fatlaðs fólks á vinnualdri hafi vinnu, virkniúrræði eða stundi nám við hæfi í samræmi við
framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks
Búseta og húsnæðismál
Tryggt sé nægilegt framboð sértæks húsnæðis sem fólk hefur þörf fyrir vegna fötlunar
Dregið verði úr notkun herbergjasambýla og þeim sem búa þar nú verði tryggt viðunandi húsnæði í samræmi
við nútíma kröfur
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Biðlisti eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk verði að lágmarki helmingi styttri en hann er í dag
• Gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær herbergjasambýli verði lögð niður og farið verð að vinna eftir þeirri
áætlun
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða íbúa sveitarfélagsins sé tryggð og að óvissu verði eytt
Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk sé skipulögð og starfrækt í samræmi við óskir og þarfir notenda
Þjónustustig ferðaþjónustunnar sé í samræmi ákvæða laga, reglna og samnings Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks.
• Markmið fyrir 2018
• Allir sem hafa þörf fyrir samtíma ferðaþjónustu hafi kost á henni .
• Ferðaþjónusta þeirra sem ekki hafa þörf fyrir samtímaferðaþjónustu verði skipulögð þannig að
biðtími eftir akstri verði aldrei meiri en 4 klst.
• Reglur verði settar um hámarks tíma sem notendur þjónustunnar þurfi að vera í hverri ferð
• Allir bílstjórar sem annist akstur hafi hreint sakarvottorð og hafi farið á námskeið m.a. um fatlanir.
• Námskeið verði haldin í samstarfi við hagsmunasamtök fatlaðs fólks
Skólamál
Stuðningur við fatlaða nemendur verði tryggður í heimaskóla með sérmenntuðu starfsfólki
Fötluðum nemendum sé tryggð aðstaða við hæfi í skóla og tómstundastarfi
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Allir fatlaðir nemendur eigi þess kost að ganga í sinn heimaskóla með þeirri aðstoð sem þeir þarfnast
Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum
Tryggja þjónustu við fatlað fólk miðað við þarfir hvers og eins til fullrar samfélagsþátttöku.
Fólk sem vegna fötlunar þarf aðstoð við að taka ákvarðanir og/eða láta álit sitt í ljós fái til þess
nauðsynlega aðstoð
Þjónusta við fatlað fólks nái til alls lífsins og að nauðsynleg liðveisla sé raunverulegt val en ekki háð aldri eða
hvar og með hverjum það býr
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Að hámarki 12 mánuðum eftir að sótt hefur verið um þjónustu liggi fyrir staðfest áætlun um það hvernig
þjónustan verði veitt
• Allt fatlað fólk geti sótt um notendastýrða persónulega aðstoð NPA
• Þeir einstaklingar sem ekki óska eftir NPA hafi einstaklingsbundin þjónustusamning sem þeir sjálfir eða talsmenn þeirra hafa gert við
þjónustuaðila
Þjónusta við nemendur og foreldra á og utan skólatíma
Nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa óháð félagslegri eða efnahagslegri stöðu foreldra
Þjónusta við nemendur vegna fötlunar þeirra rúmist innan fjölskyldustefnu sveitarfélagsins
Lengd viðvera verði tryggð fyrir alla nemendur óháð aldri
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Frístundatilboð eftir skólatíma standi öllum fötluðum börnum og ungmennum til boða
Öldrunarþjónusta
Þjónusta við aldrað fólk með fötlun taki mið af aðstæðum og heilsu hvers og eins
Fagleg úttekt sé gerð á heilsufari og félagslegri stöðu aldraðs fatlaðs fólks og að það fái þjónustu
við hæfi sem þá er viðbót við þá þjónustu sem það hefur þegar vegna fötlunar sinnar
MARKMIÐ FYRIR 2018
• Fatlað fólk sem nær ellilífeyrisaldri fái áfram notið réttinda sinna sem fatlað fólk og fái að auki
þjónustu tengda öldrun sinn