Í gær var sendur út svindlpóstur í nafni starfsmanns Þroskahjálpar, Ástu. Pósturinn var á ensku og í honum slóð (linkur).
Ef þú smelltir ekki á slóðina þarftu engar ráðstafanir að gera og skalt einfaldlega eyða póstinum.
Ef þú smelltir á slóðina í tölvupóstinum og gafst upp upplýsingarnar um notendanafn og lykilorð hvetjum við þig til að gera viðeigandi ráðstafanir og skipta um lykilorð á tölvupóstinum þínum. Við vonum að þetta hafi ekki valdið þér óþægindum.
Frekari upplýsingar gefur Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála í síma 696 9645.