Þroskahjálp hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði!

Mynd af vefsíðu Stjórnarráðsins.
Mynd af vefsíðu Stjórnarráðsins.

 

Þær góðu fréttir bárust að Landssamtökin Þroskahjálp, í samstarfi við UngRÚV og þáttagerðarteymið að baki þáttunum „Með okkar augum“ hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir listasmiðjum fyrir unglinga með þroskahömlun.
 
Í smiðjunum verður unnið með listsköpun, réttindi og menningu unglinga með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Afrakstur smiðjanna verður sýndur í formi listsýningar og gerð verður heimildamyndar um verkefnið.
Þroskahjálp leggur áherslu á að fötluð börn og ungmenni fái sömu tækifæri og önnur börn, eins og barnasáttmáli SÞ og samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks kveður á um, og er aðgengi að menningu þar mikilvægur liður. Þroskahjálp byggir stefnu sína á þessum mikilvægu mannréttindasamningum og stendur vörð um mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins!