Þroskahjálp leitar að bókara í hlutastarf

Landssamtökin Þroskahjálp leita að bókara í hlutastarf. 

Við leitum að manneskju sem hefur reynslu af bókhaldi, er nákvæm og talnaglögg, til að ganga til liðs við skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar. 

Skrifstofa Þroskahjálpar leggur sig fram við að vera aðgengilegur vinnustaður sem kemur til móts við þarfir starfsfólks síns. Við hvetjum því sérstaklega fólk með fötlun eða aðstandendur fatlaðs fólks til að sækja um starfið.

 Starfshlutfall er miðað við 50% og vinnutími getur verið töluvert sveigjanlegur.

 Helstu verkefni:

  • Útreikningur og frágangur launa
  • Færsla bókhalds
  • Samskipti við endurskoðanda

Hæfniskröfur:

  • Góð almenn bókhaldskunnátta og reynsla af bókhaldsstörfum
  • Þekking á launa- og kjaramálum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Viðurkenndur bókari mikill kostur
  • Þekking á DK bókhaldskerfi kostur

Fólk sem er áhugasamt um starfið er hvatt til að senda ferilskrá sína á umsokn@throskahjalp.is fyrir 10. janúar 2022.

Nánari upplýsingar um starfið á throskahjalp@throskahjalp.is eða í síma 588 9390.