Þroskahjálp leitar að sveigjanlegum og drífandi liðsfélaga

Landssamtökin Þroskahjálp leita að sveigjanlegum og drífandi liðsfélaga í stöðu verkefnastjóra upplýsinga-, kynningar- og gæðamála. Um fullt starf er að ræða og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum í skemmtilegu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kynningar- og útgáfumál samtakanna, s.s. umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum, fréttum, póstlistum og öðrum upplýsingamiðlum auk samskipta við fjölmiðla
  • Textagerð, hönnun og uppsetning efnis fyrir alla miðla auk bæklingagerðar
  • Umsjón með gerð og þróun fræðsluefnis
  • Þátttaka í stefnumótun, eftirfylgni og framkvæmd ákvarðana
  • Yfirumsjón með skipulagi, utanumhaldi og eftirfylgni verkefna í samvinnu við ábyrgðaraðila verkefna, verkefnastjóra rekstrar og framkvæmdastjóra
  • Gerð og eftirfylgni með gæðastefnu, starfsmannastefnu og -handbók
  • Yfirumsjón með skjalamálum og ferlavinnu
  • Þátttaka í fjáröflunarverkefnum og gerð umsókna um styrki

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi og verkefnum
  • Áhugi og þekking á málaflokknum og/eða mannréttindamálum er æskileg
  • Drifkraftur, frumkvæði og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, sveigjanleiki og jákvæðni
  • Þekking og reynsla af hönnunar- og uppsetningarforritum, t.d. Canva eða InDesign, er æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 

Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976. Samtökin vinna, í samstarfi við aðildarfélögin, að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála SÞ og heimsmarkmiðum SÞ. Hjá Þroskahjálp vinna 13 einstaklingar í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Þroskahjálp leggur sig fram við að vera fjölskylduvænn og sveigjanlegur vinnustaður. Nánari upplýsinga má finna á www.throskahjalp.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2022.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.