Talið frá vinstri. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Anna Lára Steindal frá Þroskahjálp, Simon Munde, Hilda Macheso og Vero Munde frá FEDOMA
Í síðustu viku tóku fulltrúar Þroskahjálpar og FEDOMA (Federation of Disability Organizations in Malawi) sameiginlega þátt í Global Disability Summit í Berlín með það að markmiði að kynna samstarfsverkefni samtakanna í Malaví. Verkefnið snýst í mjög stuttu máli um auka aðgengi fatlaðra barna að menntun og er unnið með styrk frá utanríkisráðuneytinu. Þátttaka í ráðstefnunni nýttist einnig til að afla nýrrar þekkingar sem mun styrkja verkefnið enn frekar.
Global Disability Summit er haldin á þriggja ára fresti. Þar koma saman fulltrúar stjórnvalda og félagasamtaka og fatlað fólk frá öllum heimshornum. Viðfangsefnið er að efla réttindi fatlaðs fólks og tryggja þátttöku þess á öllum sviðum samfélagsins. Sérstök áhersla var lögð á að samþætta málefni fatlaðs fólks inn í þróunarsamvinnu og þróunaráætlanir, og tryggja þannig að enginn verði skilinn eftir. Á ráðstefnunni var fjallað ítarlega um sjálfbæra þróun, menntun, atvinnu og aðgengi að þjónustu, og áhersla lögð á að fatlað fólk taki virkan þátt í allir stefnumótun. Þátttakendur á ráðstefnunni sammæltust um aukna ábyrgð og aðgerðir, meðal annars í Amman–Berlín yfirlýsingunni.
„15% fyrir 15%“ er slagorð Amman–Berlín yfirlýsingarinnar og vísar til þess að um það bil 15% jarðarbúa eru fatlaðir – og því ætti að tryggja að a.m.k. 15% af þróunarfjármagni og aðgerðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu fari sérstaklega til að styðja réttindi og þátttöku fatlaðs fólks.
Kjarni yfirlýsingarinnar er að fatlað fólk á ekki aðeins að vera þátttakendur í ákvörðunartöku, heldur njóti sanngjarns hlutfalls af fjármagni og ávinningi í þróunarsamvinnu á heimsvísu.
Þroskahjálp fagnar því mjög að Ísland hefur undirritað Amman – Berlín yfirlýsingunni og lýsa yfir áhuga á að vinna með stjórnvöldum að verkefnum sem henni tengjast.