Þú átt þinn kosningarétt!
Fréttir
22.06.2020
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Þú getur séð hvar þú átt að kjósa með því að setja inn kennitölu þína hér.
Þú þarf að hafa með þér löggild skilríki með þér þegar þú ferð að kjósa, það eru til dæmis vegabréf eða ökuskírteini. Greiðslukort eru ekki löggild skilríki.
Það er hægt að fara að kjósa núna ef þú vilt ekki bíða með að kjósa. Það heitir að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þú getur skoðað hér hvar hægt er að kjósa utan kjörfundar.
Það eru tveir menn sem eru í framboði og vilja verða forseti. Það eru Guðni Th. Jóhannesson sem er forseti núna og Guðmundur Franklín Jónsson.
Á næstu dögum mun Átak — félag fólks með þroskahömlun segja frá frambjóðendunum.
Allt fatlað fólk sem er 18 ára og eldri og eru með íslenskt ríkisfang mega kjósa.