Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra.
Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.
Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra.
Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.
Skýrsluna má lesa hér
Landssamtökin Þroskahjálp lögðu fram bókun við tillögur nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins.
Bókunin lýtur að stöðu og kjörum fólks sem hefur nokkrar atvinnutekjur en byggir afkomu sína þó að mestu leyti á bótum almannatrygginga. Eins og segir í bókun samtakanna geta samtökin ekki staðið að tillögu sem hefur þær afleiðingar að staða umrædds hóps verði verri en hún er samkvæmt núgildandi reglum og því leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum.
Hér er um afar þýðingarmikið réttlætismál að ræða, að mati Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem samtökin leggja mjög mikla áherslu á.
Bókun Þroskahjálpar má lesa hér