AUÐLESIÐ
Það er stríð í Úkraínu.
Rússland réðst inn í Úkraínu.
Fatlað fólk á mjög erfitt í stríði.
Það getur ekki flúið landið sitt.
Það er erfitt fyrir það að kaupa mat og lyf.
Þess vegna hafa samtök fatlaðs fólks ákveðið að safna peningum til að senda til Úkraínu.
Þetta eru samtökin Þroskahjálp, Átak, TABÚ, NPA miðstöðina og ÖBÍ.
Allir peningar sem safnast fara beint til Úkraínu.
Það er hægt að millifæra styrki í banka.
Númerið er:
Kennitala: 521176-0409
Reikningur: 526-26-5281
Þroskahjálp hefur, í samvinnu við Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ, NPA miðstöðina og Öryrkjabandalag Íslands, sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Fatlað fólk er sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staða þess í Úkraínu grafalvarleg. Fatlað fólk getur ekki flúið vegna aðstæðna sinna, getur illa orðið sér út um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig aukast líkur á ofbeldi, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versnar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu halda áfram.
Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust.
Þú getur millifært á:
Kt. 521176-0409
Reikningur: 526-26-5281