Beykiskógar á Akranesi
Landssamtökin Þroskahjálp reka Húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem leigðar eru fötluðu fólki. Markmiðið er að greiða fyrir því að sveitarfélög standi við lagalegar skuldbindingar sínar um að sjá fötluðu fólki fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegu verði.
Í október á síðasta ári var hús á tveimur hæðum afhent í Beykiskógum á Akranesi. Þar eru 5 íbúðir og starfsmannaaðstaða. Hver íbúð er um 60 fermetrar og starfsmanna aðstæða um 20 fermetrar.
Í Hafnarfirði er nú verið að byggja hús á einni hæð í Stuðlaskarði. Þar verða 6 íbúðir og starfsmannaaðstaða. Hver íbúð er 67 fermetrar og er starfsmannaaðstaðan 20 fermetrar. Samskonar hús var byggt í Sandgerði árið 2018. Stuðlaskarð verður afhent í lok árs 2021.
Bæði hús eru byggð af Þingvangi.
Teikning af íbúðarkjarna sem byggður verður í Hafnarfirði á árinu. Samskonar íbúðir voru byggðar í Sandgerði árið 2018.