Vel heppnaður fulltrúafundur í Stykkishólmi.

Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar var haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 12. og 13. október. Fulltrúafundir samtakanna eru haldnir annað hvert ár í landsfjórðungunum til skiptis. Fundurinn var settur á föstudagskvöld með ræðu formanns Gerðar A. Árnadóttur ávarp fluttu einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðanefndar Alþingis og Lárus Hannesson forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi.

Á laugardaginn var síðan málþing undir yfirskriftinni " Fjölskyldan – þjónusta og hlutverk".  Á málþinginu voru flutt erindi sem með einum eða öðrum hætti  snertu hlutverk fjölskyldna fatlaðra barna.  Það var samdóma álit gesta að málþingið hefði verið afar fjölbreytt og  fróðlegt.

Að málþingi loknu hófst síðan hinn eiginlegi fulltrúfundur  kjörinna fulltrúa.  Á þeim fundi var farið yfir starf samtakanna og fjárhag auk þess sem ályktir voru samþykktar.  Að loknum fulltrúfundi var síðan hátíðarkvöldverður með skemmtiatriðum frá heimamönnum.

Að morgni sunnudags var ekið til Reykjavíkur í afar fögru veðri og var það mál manna að helgin hefði bæði verið gagnleg og gleðileg.