Edda og Jóhanna
Um síðastliðin áramót ákváðu Landssamtökin Þroskahjálp í samráði við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands að samtökin myndu veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands.
Markmiðið viðurkenningarinnar væri að efla ritsmíð og nýsköpun við þroskaþjálfabraut og ekki síst að vekja athygli á verkefni sem væri hagnýtt og unnið að hugmyndaauðgi.
Viðurkenning fyrir lokaverkefni í þroskaþjálfafræðum
Um síðastliðin áramót ákváðu Landssamtökin Þroskahjálp í samráði við þroskaþjálfabraut
Háskóla Íslands að samtökin myndu veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. – gráðu í
þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands.
Markmiðið viðurkenningarinnar væri að efla ritsmíð og nýsköpun við þroskaþjálfabraut og ekki síst að vekja athygli
á verkefni sem væri hagnýtt og unnið að hugmyndaauðgi.
Leiðbeinendur lokaverkefna voru beðnir að tilnefna verkefni til verðlaunanna og umsjónarmaður lokaverkefna falið að velja úr tilnefndum
verkefnum allt að þrjú verkefni sem þættu framúrskarandi. Dómnefnd skipuð fulltrúa Þroskahjálpar, Átaks,
Þroskaþjálfafélagi Íslands auk umsjónarmanns lokaverkefna við þroskaþjálfabraut ákveði síðan það
verkefni sem viðurkenningu hlýtur.
Fyrir utan viðurkenninguna er óskað eftir því að verðlaunahafar kynni verkefnið í Tímariti Þroskahjálpar og fyrir þá
umfjöllun verði greiddar kr. 40.000.
Dómnefnd hefur nú lokið störfum og komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta verkefni sem viðurkenninguna hljóti sé verkefni
þeirra Eddu Bjarkar Jóndóttur og Jóhönnu Marsibil Pálsdóttur „Eldað með myndum - uppskriftabók“ Í
umsögn dómnefndar kemur fram að um sé að ræða Uppskriftabók með myndrænum leiðbeiningum sem stuðli að
sjálfstæðara lífi,valdeflingu og efli sjálfsákvarðanarétt og sjálfræði þeirra einstaklinga sem nýti
sér bókina.
Landssamtökin Þroskahjálp óska þeim Eddu Björk og Jóhönnu Marsibil innilega til hamingju