Merki Vinarbæjar
Auglýsing
Vinabær leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að taka þátt í að skapa, móta og stjórna rekstri fyrir íbúa.
Vinabær verður einstakur af því leyti að hann verður í eigu íbúa sem er nýjung á Íslandi. Þetta er því einstakt tækifæri til að taka þátt í mótun á uppbyggingu og hugmyndafræði starfseminnar í nánu samstarfi við íbúana.
Vinabær verður staðsettur í Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Í Vinabæ verður andleg og líkamleg heilsa í fyrirrúmi ásamt sjálfstæði, virkni og virðingu þar sem vinir hjálpa hver öðrum.
Skrifað hefur verið undir samning við Hafnarfjarðarbæ um fjármögnun vegna rekstur þjónustunnar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa hafið byggingu á sex íbúða kjarna sem gert er ráð fyrir að verði tekinn í notkun byrjun árs 2022.
Ábyrgðarsvið:
- Faglegt starf í samvinnu við íbúa
- Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og samþykkta verkferla
- Daglegur rekstur, fjármál, stjórnun og starfsmannamál
- Gerð áætlana, svo sem rekstrar- og fjárhagsáætlana
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
- Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi til að starfa sem slíkur eða aðra sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfinu æskileg.
- Viðamikla reynslu af stjórnun
- Farsæla reynslu af starfi með einstaklingum með þroskaröskun
- Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
- Þekkingu á hugmyndarfræði um sjálfstætt líf
Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2021. Umsóknir ásamt ferilskrá og ítarlegu kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu sendist á netfangið vinabaer@marbakki.net. Nánari upplýsingar um starfið fást í gegnum sama netfang.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.