Daðahús: opið fyrir sumarúthlutanir 2023

Hér getur þú sótt um sumarleigu á Daðahúsi,
orlofshúsi Þroskahjálpar á Flúðum

Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl 2023.
Fatlað fólk og aðstandendur þeirra njóta forgangs.

 

SÆKJA UM SUMARLEIGU

 

Leigutímabil og verð

Sumarleigutímabilið er frá 5. maí til 3. nóvember 2023

Daðahús er leigt í viku í senn, frá föstudegi til föstudags
Komutími: kl. 15.00 á föstudegi
Brottför: kl. 12.00 á föstudegi

Verð fyrir viku: 45.000 kr.

 

Um úthlutun á Daðahúsi

Mikil ásókn er í Daðahús, og Þroskahjálp er þakklát fyrir fjölda umsókna.
Markmið Þroskahjálpar er að bjóða sem fjölbreyttustum hópi fólks að njóta orlofshússins.
Við úthlutun skoðar Þroskahjálp því hvaða einstaklingar hafa áður fengið úthlutun á undanförnum árum.

 

Svar við umsóknum

Umsækjendur um sumarúthlutun 2023 eiga von á svari eigi síðar en 17. apríl.

 

Gott að vita

Daðahús er heilsárshús og því tilvalið að sækja um leigu að vetri til.
Leiga utan háannatímans er öllum opin, bæði helgar og vikur.