Dagana 25. -26. nóvember fer fram alþjóðleg rafræn ráðstefna, Digital (dis)advantage: creating an inclusive world for children and young people online.
Safer Internet Forum er alþjóðleg ráðstefna sem haldin er árlega þar sem m.a. löggjafinn, fræðasamfélagið, ungmenni, foreldrar, aðstoðar- og umönnunaraðilar, kennarar, frjáls félagasamtök, atvinnulífið og sérfræðingar koma saman til þess að fjalla um nýja strauma, hindranir, áhættur og lausnir er varða öryggi barna og ungmenna á netinu. Í ár ber ráðstefnan titilinn Digital (dis)advantage: creating an inclusive world for children and young people online og verður staða fatlaðra barna og ungmenna skoðuð!
Fulltrúar Landssamtakanna Þroskahjálpar og ungmennaráði Þroskahjálpar taka þátt í ráðstefnunni og hvetjum við alla áhugasama og sérstaklega þau sem vinna með ungu fötluðu fólki og fötluðum börnum að skrá sig!