Í rannsókn Sólveigar er grafist fyrir um lífsþræði alþýðufólks sem myndi flokkast sem fatlað fólk í okkar samtíma. Tímabilið sem rannsóknin nær til er 1770–1936 og fjallar um 101 einstakling. Heimildir, sem urðu til hjá opinberum yfirvöldum, eru margvíslegar og afar umfangsmiklar. Í þeim var leitað svara við því hvernig hið opinbera tungutak mismunandi heimilda speglar hversdagslíf einstaklinganna, líkamlega og félagslega stöðu þeirra, samhengi og tilfinningalíf.
Föstudaginn 10. júní 2022 fer fram doktorsvörn Sólveigar Ólafsdóttur við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Í rannsókn Sólveigar er fjallað um líf alþýðufólks sem í dag myndi vera skilgreint sem fatlað fólk. Ritgerðin ber heitið „Vald og vanmáttur. Eitt hundrað og ein/saga á jaðri samfélagsins 1770-1936“.
Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 14:00.
Smelltu hér til að sjá viðburðinn.