Það var gleðileg stund þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktun um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks rúmum níu árum eftir að Ísland undirritaði samninginn. Stundum hefur mér þótt að fólk álíti að við fullgildingu sé sigurinn unninn. Skoðum það nánar. Við það að Ísland tilkynni fullgildingu samningsins til Sameinuðu þjóðanna gerist sjálfkrafa tvennt fyrir utan væntanleg áhrif á dómsniðurstöður í framtíðinn. Ísland þarf að gera grein fyrir innleiðingu samningsins fyrir eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsin u.þ.b. tveimur árum síðar og Íslendingur er gjaldgengir til setu í 18 manna eftirlitsnefnd samningsins.
Til umhugsunar
Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð.
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.
Það var gleðileg stund þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktun um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks rúmum níu árum eftir að Ísland undirritaði samninginn. Stundum hefur mér þótt að fólk álíti að við fullgildingu sé sigurinn unninn. Skoðum það nánar.
Við það að Ísland tilkynni fullgildingu samningsins til Sameinuðu þjóðanna gerist sjálfkrafa tvennt fyrir utan væntanleg áhrif á dómsniðurstöður í framtíðinn. Ísland þarf að gera grein fyrir innleiðingu samningsins fyrir eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsin u.þ.b. tveimur árum síðar og Íslendingur er gjaldgengir til setu í 18 manna eftirlitsnefnd samningsins.
Bæði atriðin skipta máli. Ég held að það ætti t.d. að vera metnaðarmál fyrir Ísland að tilnefna fulltrúa í eftirlitsnefndina innan ekki langs tíma. Hvað varðar skýrslu stjórnvalda til eftirlitsnefndarinnar þá hvílir mikil ábyrgð á hagsmunasamtökum og fötluðu fólki að fylgjast vel með þeirri skýrslugerð og skrifa sínar eigin skýrslur og koma ábendingum á framfæri við eftirlitsnefndina.
Nú hafa tvær Norðurlandaþjóðir kölluð fyrir nefndina, þ.e. Danmörk og Svíþjóð og fengið fjölda athugasemda, sérstaklega Danmörk varðandi innleiðingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum frá systursamtökum okkar í Danmörku virðist það a.m.k. fyrsta kastið ekki hafa mikil áhrif á stefnu og framkvæmd stjórnvalda þar. Það er áhyggjuefni.
Samningur Sameinuðu þjóðanna er eins og aðrir alþjóðlegir samningar skuldbinding þjóða á milli. Fyllsta ástæða er til í framhaldi af fullgildingu hans að knýja á um að samningurinn verði lögfestur og verði þar með hluti af íslenskri löggjöf. Benda má að meðal athugasemda sem eftirlitsnefndin hefur gert varðandi innleiðingu samningsins, m.a. hvað varðar Svíþjóð er að ákvæði samningsins séu ekki nægjanlega trygg samkvæmt þarlendum lögum. Átak, félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp sendu eftirfarandi spurningu til allra framboða við næstu alþingiskosningar:
Telur framboðið að það eigi að taka samning Sameinuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslensk lög eins og gert var með Barnasátmála sameinuðu þjóðana árið 2013.
Svörin er að finna í síðasta Tímaritsins Þroskahjálpar og á heimasíðu samtakanna (lesa hér). Samkvæmt þeim svörum virðist líklegt að meirihluti sé fyrir lögfestingu samningsins á komandi þingi. Það er því mikilvægt strax eftir kosningar að framboðin verði minnt á þessi svör sín.
Nokkuð af íslenskri löggjöf hefur verið endurskoðuð með tilliti til ákvæða í samningnum. Önnur lög er nú til endurskoðunar með tilliti til þess. Þar með talin lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu. Þar skiptir máli að kveðið sé með skýrum hætti á um að við framkvæmd þeirra laga skuli í einu og öll framfylgja ákvæðum samningsins og að þjónusta við fatlað fólk sé hluti af þeim mannréttindalegu skyldum sem Ísland hefur undirgengist. Hvað varðar þau lög er það því sjálfgefið að ráðuneyti velferðamála hefur ríka eftirlitskyldu gagnvart þjónustuveitendum til að tryggja að þjónustan uppfylli kröfur samningsins.
Hérlendis hefur heldur ekki enn þá verið komið á laggirnar þeirri miðstöð sem á að vakta innleiðingu samningsins. Afar býnt er að bæta úr því.
Hvað sem öllu alþjóðlegu og innlendu eftirliti líður þá er fyllsta ástæða til að fólk haldi vöku sinni og herði frekar baráttuna en hitt. Samningurinn er gott verkfæri til að tryggja fötluðu fólki aukin mannréttindi en eins og er með önnur verkfæri þá vinnur hann ekki verkið. Enginn hamar byggir hús en slíkt verkfæri er forsenda fyrir því að góður smiður geti unnið það verk. Við öll erum þeir smiðirnir sem samningurinn þarf á að halda.
Hugsum um það.
Friðrik Sigurðsson