Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um útlendingalög (dvalarleyfi)

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um útlendingalög (dvalarleyfi)

6. mars 2023

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi athugasemdum / ábendingum á framfæri varðandi frumvarpsdrögin. Ef ég samtökin skilja ákvæði 1. gr. rétt er gert ráð fyrir að þeir, sem synjað er um vegabréfsáritun, hafi ekki andmælarétt. Samtökin telja mjög mikilvægt og eðlilegt að sá grundvallarréttur í stórnsýslurétti og réttarríkinu sé ekki tekin frá fólki.

Samtökin leggja mikla áherslu á að tryggt verði að ákvæðum laganna verði beitt í fullu samræmi við jafnræðiseglur laga og fjölþjóðlegra mannréttindasamninga, sem íslenskra ríkið hefur undirgengist ogalls ekki til að velja sérstaklega fólk, sem er af einhverjum ómálefnalegum ástæðum þóknanlegt þeim stjórnvöldum sem fara með framkvæmdavald á þessu sviði á hverjum tíma og til að halda frá fólki sem af einhverjum ástæðum er þeim ekki þóknanlegt.

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Anna Lára Steindal, Verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks af erlendum uppruna

 

Nálgast má mál sem umsögnin á við hér.