FFA - i-pad námskeið á austurlandi

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur fyrir námskeiði um iPad í samvinnu við félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og TMF tölvumiðstöð.

iPad sem tæki í námi, leik og þjálfun - grunnnámskeið

  • iPad vélin undirbúin og farið yfir ýmsar gagnlegar stillingar þar á meðal leiðbeinandi aðgang í iOS 6 stýrikerfinu.
  • Skipulag á skjánum m.a flokka í möppur og þeim gefið nafn.
  • Myndir í iPad farið yfir hvernig ná má í myndir og skipulag mynda í myndasafni.
  • Kynning á ýmsum smáforritum (apps) og þau skoðuð og prófuð, sérstök áhersla á smáforrit sem hægt er að setja inn eigin myndir, texta og tal.
  • Gagnlegar síður á netinu skoðaðar.

Markhópur námskeiðsins: Starfsmenn félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og aðstandendur.

Þátttakendur sem eiga iPad eru hvattir til að taka hann með sér en það er þó ekki nauðsynlegt.

 

Námskeiðið verður haldið í Hlymsdölum 22.janúar n.k. kl. 14.15 – 17.15. Kennari: Sigrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri TMF Tölvumiðstöðvar