Annað fræðslukvöld Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar verður haldið þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13. Á þessu kvöldi ætlum við að fræðast um starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar. Þau Atli Freyr Magnússon, Solveig Sigurðardóttir og Svandís Ása Sigurjónsdóttir munu fjalla m.a. um hvað er í boði hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð, umsóknarferlin, hvaða ráðgjöf er veitt að lokinni greiningu, snemmtæka íhlutun og ráðgjöf fyrir greiningu.
Skráning er á sjonarholl@sjonarholl.net – Fræðslukvöldið verður streymt á feisbókarsíðum Þroskahjálpar og Sjónarhóls, og þar verður jafnframt hægt að koma með spurningar til frummælenda.
Allir velkomnir á þetta fræðslukvöld – ekkert þátttökugjald.