Fræðslukvöld fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára

  Fræðslukvöld fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára.

Fyrsta fræðslukvöldið af fimm sem Þroskahjálp og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir verður haldið þriðjudaginn 14. mars nk. að Háaleitisbraut 13, frá kl. 20:00 – 22:00.

 Ekkert þátttökugjald  -  en nauðsynlegt að skrá þátttöku hér

 Fundirnir verða sendir út á netinu og vistaðir í kjölfarið á heimasíðu Þroskahjálpar og Sjónarhóls.

 

1. fræðslukvöld

Þriðjudagur 14. mars

Tryggingastofnun: Hafdís Björg Kjartansdóttir

Efnisatriði:

  • Umönnunargreiðslur
  • Foreldragreiðslur  
  • Bílastyrkir o.fl.

Sjúkratryggingar: Ingveldur Ingvarsdóttir, Edda Valtýsdóttir

Efnisatriði:

  • Hjálpartæki
  • Greiðsluþátttaka vegna sjúkra-, iðju- og talþjálfunar