Ákveðið var í lok árs 2021 að greiða sanngirnisbætur fyrir fatlað fólk sem varð fyrir varanlegum skaða á stofnunum fyrir fötluð börn á vegum hins opinbera, og sættu illri meðferð eða ofbeldi, fyrir 1. febrúar 1993. Frestur til að sækja um sanngirnisbæturnar rennur út 31. janúar 2022.
Þetta á við um fólk sem var vistað á sambærilegum stofnunum og Kópavogshæli. Fólk sem vistað var á Kópavogshæli hefur þegar fengið bætur en Þroskahjálp hefur barist fyrir því að þetta eigi við um alla sem voru á stofnunum sem börn.
Hægt að sækja um sanngirnisbætur inni á: https://island.is/sanngirnisbaetur
Tengiliður verkefnisins er Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir, sem er með aðstöðu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi. Hægt er að hafa samband við Ingibjörgu Gyðu á tengilidur@tengilidur.is til að fá frekari upplýsingar. Hægt er að skila umsóknum til Ingibjargar Gyðu eða til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði.
- Eyðublað fyrir umsókn um sanngirnisbætur má finna hér
- Leiðbeiningar fyrir umsókn má finna hér
- Eyðblað til að óska eftir því að fá umboðsmann til að sjá um umsókn má finna hér
Landssamtökin Þroskahjálp hafa síðastliðin 12 ár barist fyrir því að aðstæður fatlaðra barna sem vistuð voru á stofnunum verði rannsakaðar og þeim greiddar sanngirnisbætur til jafns við aðra sem fengið hafa bætur af því tagi. Samtökin hafa margítrekað þær sanngirniskröfur og of lengi og of oft talað fyrir daufum eyrum. Barátta samtakanna í gegnum árin hefur þó smám saman orðið til þess að hreyfing hefur komst á þessi miklu réttlætismál og er nú komin til framkvæmda. Við fögnum því og hvetjum fólk til að kanna rétt sinn til sanngirnisbóta.
Árið 2008 óskuðu Landssamtökin Þroskahjálp eftir því að opinber rannsókn yrði gerð á aðbúnaði fatlaðra barna sem vistuð voru á stofnunum og var beiðnin ítrekuð margoft. Árið 2012 brást forsætisráðherra loks við erindinu og endurskipaði þá vistheimilanefnd til þess að taka til sérstakrar rannsóknar vistun og aðbúnað barna með fötlun á opinberum stofnunum. Fékk nefndin það hlutverk að kanna fyrst aðbúnað barna sem vistuð voru á Kópavogshæli.
Fréttir og umfjallanir um málið: