Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar
Valaskjálf Egilsstöðum 26. – 27. október
Dagskrá:
Föstudaginn 26. október.
Kl. 20.00 Setning
Laugardaginn 27. október.
Kl. 9.00 - 12.00 Fulltrúafundur.
Á fundinum verður farið yfir reikninga samtakanna fyrir árið 2017 og ályktanir lagðar fram til umræðu og samþykktar. Starf og stefna samtakanna verður rædd.
Kl. 12.00 – 13.00 Hádegisverður í boði samtakanna
Kl. 13.00 - 16.30 Að gæta hagsmuna fatlaðs fólks.
Ráðstefna þar sem velt verður upp spurningum í tengslum við sjálfræði, m.a. út frá 12. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Meðal þess sem rætt verður er:
- Hvert er hlutverk foreldra eftir að 18 ára aldri er náð?
- Hver er ábyrgð þjónustuaðila?
- Hver er ábyrgð ríkisins.
Við munum beina sjónum að skyldum hins opinbera og starfsfólks sem veitir þjónustu og svo munum við heyra frá fólki með þroskahömlun um hvernig stuðning þau þurfa og vilja.
Dagskrá ráðstefnu:
13.00-13.10 Setning.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
13.10-13.30 Um hagsmunagæslu, samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
13.30-13.50 Hlutverk Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnverndar í hagsmunagæslu fatlaðs fólks.
Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
13.50-14.10 Innra gæðaeftirlit sveitarfélaga með þjónustu og hagsmunum fatlaðs fólks.
Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Fljótsdalshéraði.
14.10-14.40 Hvernig viljum við gæta hagsmuna okkar.
Gísli Björnsson og Skúli Steinar Pétursson, sendiherrar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks
14.40-15.00 Kaffi
15.00-15.20 Skyldur starfsfólk í hagsmunagæslu.
Laufey Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands
15.20-15.40 Hafa foreldrar hlutverk í hagsmunagæslu fatlaðra uppkominna barna sinna?
Guðrún Karítas Garðarsdóttir.
15.40-16.00 Réttindagæslulög og hagsmunagæsla.
Kristín Ella Guðmundsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi
16.00-16.20 Að vera talsmaður annarra/Að hafa talsmann
Áslaug Sveinsdóttir og Karl Sveinsson
16.20-16.30 Ráðstefnuslit
Dagskráin getur tekið breytingum
Málþingið er öllum opið og hvetjum við alla áhugasama til að mæta og taka þátt.
Kl. 19.30 Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá.
Allir eru velkomnir á fræðslu- og umræðufundinn og til setu á fulltrúafundi. Kosningarétt á fulltrúafundi hafa fulltrúar aðildarfélaga sem framvísa kjörbréfi.
Hátíðarkvöldverðurinn er líka opinn en nauðsynlegt er skrá sig.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásta á skrifstofu Þroskahjálpar í síma 588 9390 , asta@throskahjalp.is