Uppfært: Fundarherferð um stöðu fatlaðs fólks

Þroskahjálp leggur nú í fundarherferð um landið með Öryrkjabandalagi Íslands þar sem fjallað verður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum og fulltrúar stjórnmálaflokka sitja fyrir svörum. Tilefnið eru sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí. 

Fundirnir eru öllum opnir og við hvetjum alla sem hafa áhuga á mannréttindum og stöðu fatlaðs fólks að mæta! 

Á fundinum verður fjallað stuttlega um réttindi fatlaðs fólks, og stöðu þess samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þá kynna frambjóðendur stjórnmálaflokka sig og sitja  fyrir svörum.

Viðburðir á Facebook

Fundardagskrá

Næstu fundir

Maí

Sauðárkrókur: 4. maí, kl. 17 á KK restaurant.
Blönduós: 4. maí, kl. 17 í Félagsheimilinu Blönduósi.

Yfirstaðið

Mars

Reykjavík: 28. mars, kl 16:30 í Tjarnarsal Ráðhússins. 
Borgarbyggð: 29. mars, kl. 17 í Hjálmakletti.
Akranes: 29. mars, kl. 17 á Bókasafni Akraness. 
Höfn í Hornafirði: 31. mars kl. 17 í framhaldsskólanum.

Apríl

Garðabær: 4. apríl kl. 17 í safnaðarheimili Vídalíns kirkju.
Reykjanesbær: 4. apríl kl. 17 í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Hafnarfjörður: 5. apríl kl. 17 í Hafnarborg.
Mosfellsbær: 11. apríl kl. 17 í Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ.
Stykkishólmur: 11. apríl kl. 17 í Hótel Fransiskus.
Árborg: 12. apríl kl. 17 á Hótel Selfossi.
Hveragerði: 12. apríl kl. 17 á Hótel Örk.
Kópavogur: 19. apríl, kl. 17 í Safnaðarheimilinum Borgum.
Ísafjörður: 20. apríl kl. 17 á Hótel Ísafirði.

Maí

Egilsstaðir: 2. maí kl. 17 í Hlymsdölum.
Fjarðabyggð: 2. maí kl. 17 í Valhöll.
Akureyri: 3. maí, kl. 17 í Hofi.
Húsavík: 3. maí, kl. 17 í sal Framsýnar. 

 

Dagskráin hefur verið uppfærð.