Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með heilbrigðisráðherra.

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með heilbrigðisráðherra.

Formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fundaði í gær með Óttarri Proppé, heilbrigðisráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir .

Á fundinum voru  m.a. tekin upp eftirfarandi mál og ráðherra gerð grein fyrir sjónarmiðum Þroskahjálpar hvað þau varðar:

  • Endurskoðun laga um fóstureyðingar, fósturskimanir, fósturs með Downs-heilkenni, ófrjósemisaðgerðir o.fl.

 

  • Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala fyrir fólk með þroskahömlun og viðeigandi aðlögun.

 

  • Reglugerð nr. 1155, um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum m.a. m.t.t. þess að fólki sé ekki mismunað eftir því hvar og með hverjum það býr.

 

  • Þjónusta við börn og fjölskyldur með miklar og viðvarandi stuðningsþarfir.

 

  • Aðlögun þjónustu heilsugæslunnar að þörfum fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.

 

  • Uppfærsla gjaldskráa / fjárhæða til að tryggja samræmi við raunkostnað þegar fólk á rétt á endurgreiðslum.

 

  • Fara yfir lög, reglur, stjórnsýslu og þjónustu ráðuneytis og undirstofnana þess til að tryggja að kröfum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks sé mætt.  Ráðuneytið vinni markvisst og skipulega að því að gera allar undirstofnanir sínar meðvitaðar um þær skyldur sem ríkið hefur undirgengist með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Fundurinn var gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka Óttarri Proppé, heilbrigðisráðherra og samstarfsfólki hans fyrir góðar móttökur og jákvæðar og uppbyggilegar umræður. Samtökin  óska ráðherra velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem honum hefur verið treyst fyrir og eru tilbúin til samstarfs um öll þau málefni sem heyra undir ráðuneytið og snerta málefni fatlaðs fólks.