Fundur um fræðsluefni fyrir seinfæra foreldra

Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarin ár skoðað hvernig hægt er að bæta stuðning við seinfæra foreldra og börn þeirra.

Eftir fjölmenna ráðstefnu um málefni seinfærra foreldra, sem Þroskahjálp stóð fyrir, var ákveðið að fá Sigríði Leifsdóttur, þroskaþjálfa, í samvinnu við Maríu Hreiðarsdóttur, seinfæra móður, til að vinna fræðsluefni sem er ætlað fyrir þá sem eiga að aðstoða seinfæra foreldra.

Þetta fræðsluefni er nú að verða tilbúið.

 

Okkur langar til að heyra frá seinfærum foreldrum sjálfum hvað þeim finnst um fræðsluefnið.

Þroskahjálp hefur því ákveðið að boða seinfæra foreldra til fundar laugardaginn 22. febrúar klukkan 10.00 til að fá að vita hvað þeim finnst mikilvægast að komi fram í fræðsluefninu.

 

 Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Þroskahjálpar á Háaleitisbraut 13.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi til klukkan 12.00 og eftir það verði boðið upp á veitingar.

 

Atriði sem við viljum ræða á fundinum eru til dæmis:

  • Hvernig er best að aðstoða seinfæra foreldra við uppeldi barna sinna?
  • Hvernig aðstoð þurfa seinfærir foreldrar mest á að halda?
  • Hvaða þekkingu þurfa þeir að hafa sem veita seinfærum foreldrum aðstoð?
  • Hvernig er best að styrkja jákvæð samskipti seinfærra foreldra og barna þeirra ? 

 

Það er mjög mikilvægt að fá skoðanir ykkar á þessum atriðum til að fræðsluefnið komi að sem mestum notum fyrir seinfæra foreldra og börn þeirra nú og í framtíðinni.

Þess vegna biðjum við þig að vera með okkur á þessum fundi.  

 

Þú getur tilkynnt að þú ætlir að koma á fundinn með því að senda tölvupóst á tölvupóstfangið fridrik@throskahjalp.is eða með því að hringja í síma 588 9390.

Allir seinfærir foreldrar eru velkomnir á fundinn.

 

Sjáumst á Háaleitisbraut 13 laugardaginn 22. febrúar klukkan 10!