GAGNLEGUR OG SKEMMTILEGUR STEFNUMÓTUNARFUNDUR

Nýlokið er fundi sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu til að ræða stefnu sína og starf og til að gefa sem flestum tækifæri til að vera með í að móta stefnuna og ákveða áherslur í starfi samtakanna. Fundurinn var öllum opinn og var vel sóttur af fólki sem hefur áhuga á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og hvernig samtökin geta náð sem bestum árangri við þá mikilvægu réttindabaráttu og hagsmungagæslu.

GAGNLEGUR OG SKEMMTILEGUR STEFNUMÓTUNARFUNDUR

 Nýlokið er fundi sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu til að ræða stefnu sína og starf og til að gefa sem flestum tækifæri til að vera með í að móta stefnuna og ákveða áherslur í starfi samtakanna. Fundurinn var öllum opinn og var vel sóttur af fólki sem hefur áhuga á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og hvernig samtökin geta náð sem bestum árangri við þá mikilvægu réttindabaráttu og hagsmungagæslu.

 Umræður á fundinum fóru fram í hópum sem ræddu eftirfarandi spurningar undir styrkri stjórn Ingridar Kuhlman:

  •  Hvað gerum við vel?
  • Hvað mætti betur fara?
  • Hvar viljum við vera þegar samtökin verða fimmtug árið 2026?
  • Hvernig getum við best tryggt að raddir fólks með þroskahömlun heyrist vel og hafi örugglega áhrif á stefnu og áherslur samtakanna?
  • Hvernig getum við eflt starfsemi aðildarfélaganna þannig að þau hafi áhrif í nærumhverfi sínu?

Einnig var rætt hvernig ímynd samtakanna er hjá fötluðiu fólki og almenningi og hvernig megi styrkja hana og bæta.

 Umræður í hópunum voru mjög líflegar og þar fengu allir tækifæri til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri. Margar mjög gagnlegar og áhugaverðar tillögur, ábendingar og hugmyndir komu fram sem skrifstofa samtakanna mun vinna úr með aðstoð og ráðgjöf frá Ingrid Kuhlman og taka síðan fyrir í stjórn samtakanna.

 Stefnumótunarfundurinn og þær tillögur og áherslur sem þar komu fram verða stjórn og skrifstofu samtakanna til leiðsagnar um stefnuna og margt sem huga þarf að í sambandi við mótun og framfylgd hennar.

Landssamtökin Þroskahjálp þakka öllum sem tóku þátt í þessari gagnlegu og skemmtilegu stefnumótuanrvinnu fyrir þátttökuna og áhugann og þeirra mikilvæga framlag til að tryggja að samtökin verði áfram öflugur málsvari fyrir fatlað fólk í barátttunni fyrir mannréttindum og tækifærum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs til jafns við aðra.