Göngum í takt ! Ráðstefnu streymi

Þýðing á erindi Chris Hass

 

1.

Halló Ísland!

Ég er að tala frá Boston Massachusetts þar sem við, þrátt fyrir offramboði af upprennandi gervigreind í líftækni og tæknibyltingum, erum auðmjúk af háþróuðu íslensku eyjunni ykkar, heimsborgaralegu friðlandi, glettilega sprengifimu landslagi, daðrandi norðurljósum og ástríðu fyrir aðgengileika í öllum hlutum. Ég er svo öfundsjúkur!

 

2.

Ég er Chris Hass. Ég er atvinnurannsóknarmaður á notendaupplifun og sérhæfi mig í heilsu og aðgengismati á vörum og hönnun. Ég vinn hjá Kanda Software, sem er hugbúnaðarþróunar ráðgjafarþjónusta með kjarnafærni í hönnun notendaupplifunar, vélrænu námi og þróun gervigreindar. Ég er einnig aðjúnkt við Northeastern háskólann í framhaldsnámsdeild fagþjónustu gervigreindar.

 

Í dag ætla ég að tala um hvar gervigreindar iðnaðurinn er staddur í sambandi við aðgengileika og gervigreind í dag. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir, ábyrgðin sem við berum á framtíðinni og hvernig við getum uppfyllt fleiri loforð. Allt á, þú veist, tíu mínútum eða svo. Óskaðu mér góðs gengis!

 

3.

Svo ég segi ykkur eins og er, ég er alfarið hliðhollur mannmiðaðri hönnun. Hönnun og smíði á vörum, þjónustu og upplifunum snýst ekki bara um tæknilegar áskoranir, heldur að tileinka sér hönnunartækifæri. Ég trúi því staðfastlega að eins og orðatiltækið segir: Hækkandi sjávarföll lyfta öllum bátum. Og góð hönnun verður að vera eins aðgengileg og hægt er sem flestum sem starfa við sem flestar aðstæður. Ég undanskil ekki gervigreind frá þessari ábyrgð, í raun er ábyrgðin enn meiri.

 

Það vill svo til, að í síðustu viku fór ég á faglega ráðstefnu sem heitir Bio IT. Þar sem fjallað var um gervigreind AI í tengslum við læknisfræðilegar greiningar, meðferðarþróun, erfðafræði og lyfjafræðilegt samhengi. Þessi tímabæra tilviljun stuðlaði að skilningi mínum á því hvar gervigreind er að ná árangri núna og hvar er pláss fyrir framfarir. Á einni allsherjarráðstefnunni hafði yfir gervigreindar sérfræðingur frá fyrirtæki sem heitir BioTeam þetta að segja.

 

4.

Ef þú heldur að gervigreind muni bjarga þér, það mun ekki gerast. Burtséð frá góðlátlegri faglegri svartsýni hennar, tók ég fullyrðingu Fernanda til mín þar sem hún endurspeglaði mitt eigið mat á því hvar gervigreind og aðgengi eru stödd núna. Gervigreind er engin töfralausn og velheppnuð útfærsla gervigreindar, sérstaklega þegar kemur að aðgengi krefst nýstárlegra og hæfra þróunaraðferða, helling af talnagögnum og eins og of oft vantar í dag: þjálfaðan skilning á mannmiðaðri hönnunartækni og helling af eigindlegum gögnum um mannlega hegðun. Ég skal útskýra, til að byrja með, nokkrar snöggar skilgreiningar.

 

5.

Gervigreind (AI): Algóritmar og/eða snjallvélar framleiddar af mannfólki sem framkvæma vitsmunaverk í stærri skala en menn gætu unnið við praktískar aðstæður.

Gervigreindar líkan: ályktunaraðferð framkvæmd af gervigreindar kerfi sem hægt er að nota til að framkvæma „verk“, eins og spá, greiningu og flokkun. Líkön eru þróuð með því að nota gögn eða þekkingarsett til að „þjálfa“ gervigreind.

Vélrænt nám (ML): er hlutmengi gervigreindarferla til að gera gervigreindum kleift að læra af nýjum gögnum og aðlaga nálgun kerfisins að því að gera gögnin gagnleg.

Önnur hlutmengi gervigreinda: innihalda djúpnám (DL), tauganet (NN), tölvusjón, málgreiningu (NLP) og málskilning (NLU)

 

6.

Hvað með aðgengi? Ég lít svo á að aðgengi sé gæði þess að geta náð til þess, komist í, átt auðvelt með að öðlast eða nota það, skilja það auðveldlega eða kunna að meta.

Í vöruhönnunar samhengi hugsum við um aðgengi sem stuðning við alhliða hönnun, alhliða aðgang og stafræna og óstafræna meðtalningu.

Í fullkominni blöndu af gervigreind og aðgengi væri lærður skilningur gervigreindar á almennri hegðun manna, og einstaklingshegðun sérstaklega, óaðfinnanlegur. Ég myndi ganga inn á heimili mitt eins og ég væri Mjallhvít umkringd stafrænum dýrum sem eru tilbúin að mæta þörfum mínum, spá nákvæmlega fyrir um áform mín og styðja mig við athafnir mínar hvort sem ég er að elda, slaka á eða vera Tony Stark, að gantast við tólin sem hann notar til að búa til framtíðina. Þetta er það sem við sjáum fyrir okkur. Erum við komin þangað?

 

7.

Ég skal gefa þér dæmi. Á hverju kvöldi þegar ég er að vaska upp eftir kvöldmatinn finnst mér gott að hlusta á hlaðvarp. Fyrir mér ætti hvert gagnlegt tæki, til dæmis Google Home Hub sem ég er með í eldhúsinu mínu, að geta leyft mér að byrja aftur einhvern daginn á sama stað og ég hætti að hlutsta á hlaðvarpið kvöldið áður. Þetta er ég að biðja Google Home um að gera þetta „Hey Google! Spilaðu nýjasta þáttinn af hlaðvarpinu „Says You.“ “Og Google myndi segja„ Spila lagið „About You“ eftir No-One Cares… „ Ég: „Argh!“

Þetta eru ekki flugbílar framtíðarinnar sem við erum að leita að. Staða gervigreindar er að virka en hún þarfnast umbóta.

 

8.

Við skulum ræða í smá stund um um árangur gervigreinda. Til að ná árangri þurfa gervigreindar líkön gögn til að læra af. Fræðilega séð, því fleiri gögn því betur geta náms algóritmarnir kennt þeim að finna lykil-innihaldið í rosalega, umfangsmikilum gagnasöfnum. Í lyfjafræðilegu samhengi er gervigreindar kerfið fullt af gögnum um erfðafræðilega uppbyggingu krabbameinssjúklinga, meðferðirnar sem þeir fóru í og niðurstöðurnar sem þeir upplifðu. Þetta getur hjálpað algóritmum við að bera kennsl á meðferðir með góðum árangri, spá fyrir um nýjar niðurstöður, jákvæðar niðurstöður. Búið til og prófað ný lyf stafrænt, hraðar og með mun meiri nákvæmni heldur en mannfólk gæti nokkurn tíman þorað að vona að það gæti gert í höndunum. Gæði gagnanna, hversu vel þau sameinast til að blandast saman hnökralaust og hugvitssemi algóritmanna sem koma að þessu. Hjálpa gervigreind að endurtaka ört, fara yfir ný og fyrirliggjandi gögn aftur og aftur og aftur þangað til að það skilar áreiðanlegum og nytsamlegum niðurstöðum. Og svo, hvernig er það að takast í dag.

 

9.

Gervigreind sem styður aðgengi nokkuð vel, sæmilega vel, í dag eru í flokkum sjálfvirkni og eflingar sjálfstæðs lífs.

Þannig að raddsvars kerfi eins og Alexa og Siri eru að verða betri í samskiptum við okkur, betri í að skilja það sem við segjum og betri í að tengja okkur við upplýsingar og þjónustur sem við viljum. Sjálfvirk rauntíma myndskeið og þýðingatextun á hljóðupptökum er í dag að gera aðgang að milljónum og milljónum myndskeiða á netinu mögulegan á þann hátt sem manngerðir þýðingatextar væru ekki mögulegir. Samantekt texta fyrir skilvit og nám. Og sjálfvirkni heimilanna sem bíður upp á radd- eða skjástýringu til að virkja ýmsar hliðar heimilisins í samræmi við þínar óskir og þínar þarfir.

 

Fyrir samskipti og mannleg tengsl.

Varalestrarforrit eru að verða betri og betri. Og rauntíma tungumálaþýðing er loksins að verða áreiðanlega gagnleg.

 

Einföldun ferla, til dæmis andlitsgreining fyrir öryggisferli, þýðir að þú þarft kannski ekki að slá inn lykilorð, þú getur bara sýnt andlit þitt og til þess að skrá þig inn í kerfi. Og spjallyrkjar auka sjálfsafgreiðslu tækifæri með auknum áreiðanleika.

 

10.

Hlutir sem gervigreind styður mjög vel við á aðgengileika sviðinu í dag.

Rannsóknir, greining og velferð. Nám risastóra safna af heilsu- og genamengisgögnum fyrir nýjar meðferðir, lyf og líffræðilegar uppbyggingar. Lestur mikils fjölda flókinna læknisfræðilegra skannanna til að bera kennsl á krabbamein og önnur heilsutengd vandamál, gefur umönnunaraðilum tíma til að einbeita sér að umönnun og nota minni tíma í að fara yfir endurteknar skannanir aftur og aftur. Næringar- og heilsueftirlitstæki eru nú í boði fyrir einstaklinga til að gera þeim kleift að velja heilbrigðan lífsstíl og fylgjast með heilsu þeirra og núverandi heilbrigðisástandi.

 

Á sviði menntunar og atvinnu. Því betri sem lestrar- og ritforrit, textasamantektir, hjálpartækni með forspár- og námsgetu eru, því meira styðja þau við áframhaldandi menntun og áframhaldandi atvinnu. Næringar- og heilsumælingar stuðla einnig að heilbrigðri velferð, tilfinningu um stjórn í lífi þínu og getu til að vinna lengur og hamingjusamari.

 

Neysluvörur, það er hér sem við byrjum að detta af kortinu. Hreyfanleika hjálpartæki eru í góðu formi. Snjallvæðing heimilistækja er að verða betri, sjálfvirkni heimilistækja treystir venjulega á „ef, þá“ flokk, ef ég er hér kveikið þá á ljósunum, ef ég vel að gera X vertu viss um að Y gerist. Líkamsræktar- og heilsumælar hvetja okkur til að auka velferð okkar og vera umsjónarmenn okkar eigin gagna. En hversu vel gengur okkur með neysluvörunar. Aðspurð sagði Fernanda Foertter hjá BioTeams með mikilli kaldhæðni á BioIT ráðstefnunni í gærkvöldi.

 

11.

 „Hér er hápunktur gervigreindar í dag: IRobot Roomba ryksugan getur nú (að mestu leyti) forðast hundaskít. Váá.” Vei. Þannig að við eigum enn langt í land. Til viðbótar við vörur sem eru, segjum að þróast í fyrirheiti sínu, þá vekur notkun gervigreindar árið 2021 nokkrar áhyggjuraddir.

 

12.

Notkun kínverskra stjórnvalda á andlitsgreiningu á undanförnum árum, þau nota gervigreind til að rekja og draga úr réttindum borgaranna sinna og þetta hefur verið gagnrýnt mikið.

 

Aðgengis ójöfnuður er enn til staðar. Tækniskostnaður getur verið mikill. Og „stafræni mannamunurinn“ býr til þögguð samfélög. Notendur aðgangstækni gætu verið skildir útundan og litið á þá sem fylgihluti og aukaatriðið, þegar kemur að mikilvægum vörum og mikilvægum ákvörðunartökum

 

Það er einnig upplausn og hættur sem sjást í uppgangi gervigreindar eða að minnsta kosti algengrar notkunar gervigreindar, sérstaklega fyrir aðgengi. Miklir peningar elska mikil gögn og fyrst að gervigreind lofar miklum viðskiptum eigum við í hættu á að áhugi fyrirtækja gleypi einstaklingshagsmuni og stundum einstaklingsfrelsi. Öflug tæki laða að sér þá sem sækjast eftir valdi og því öflugri sem við leyfum þessum tækjum að vera, því meiri hætta er á að við verðum fyrir útilokun. Við gætum líka skipt út færni í gagnrýnni hugsun fyrir leti og hlýðni. Gervigreind, eins og við höfum séð undanfarin ár, getur sáð menningarlegu ósamkomulag í gegnum samfélagsmiðla og önnur tæki. Hvað gerum við í þessu?

 

13.

Við gefum vélmennum ekki ruslfæði. Til að stuðla að aðgengi verða gögnin, sem við mötum gervigreindar kerfunum af, að innihalda samhengi gögn til að styðja við mótun betri tilgáta, betri menntunar gervigreinda og betri mannmiðaðar niðurstaðna. Mötun gervigreinda með eigindlegum og talnagögnum heldur mannfólki í miðjunni og stuðlar að aðgengileika.

 

14.

Nánar tiltekið, hvað tellst vera heilbrigt gagna fæði.

Aukin áhersla á hönnun fyrir samhengi og kerfisbundna notkun, frekar en forrit með einum fókus, stuðlar að tækniframboði án aðgreiningar. Því meira sem við vitum um það hvernig fólk á samskipti, hvernig fólk vill eiga samskipti og hvað mun hjálpa fólki að eiga samskipti, gerir okkur kleift að þjálfa kerfi til að mæta þeim markmiðum betur.

Vélrænt nám er að verða betra – það hjálpar að búa til gott efni fyrir það að gleypa. Svo, til dæmis, stigvaxandi aukningin á myndskeiða efni á netinu, sem hægt er að nema til þess að búa til betri sjálfvirka þýðingatexta, er að verða nákvæmari og hraðari í framleiðslu. Þetta er ekki fullkomið, en þetta er miklu betra en það var fyrir aðeins nokkrum árum síðan.

Sjálfvirk aðgengileika prófunartæki koma betur auga á aðgengileika vandamál og jafnvel gert sjálfvirkar lagfæringar á vefsíðum.

Myndgreining er að verða betri, sérstaklega í samhengi við heilsu og lífvísindi. Nám stórra gagnasafna leiðir til nýrrar meðferða, persónumiðaðrar lyfjaþróunar og betri tækja til að spá nákvæmlega fyrir um og mæta þörfum þeirra.

Fleiri skaparar átta sig á því að aðgengi er ekki að fullu sjálfvirkur heldur krefst mannlegrar athugunar, skilnings og nýsköpunar til að skilgreina notkunarsamhengi, menningu og skilgreiningar á árangursríkri þátttöku. Hvernig förum við að þessu?

 

15.

Microsoft setur fram sex meginreglur um ábyrga gervigreind.

Þau sjá þetta sem hugsanlegt vandamál. “Íhugunarefni varðandi meðtalningu, hlutdrægni, friðhelgi, villu, væntinga stillingu, hermigögn og félagslegan ásættanleika eiga við um alla notendur, en er sérstaklega blæbrigðaríkt og áberandi þegar litið er til mikils hugsanlegs ávinnings og mikillar hugsanlegrar áhættu gervigreinda kerfa fyrir fatlað fólk.”

Þannig að þessi fullyrðing Microsoft leiddi til þess að þau þróuðu sex flokka, sex meginreglur um ábyrga gervigreind. Sanngirni. Áreiðanleiki og öryggi. Friðhelgi og öryggisgæsla. Meðtalning. Gagnsæi og ábyrgðarskylda.

 

16.

Svo, hvað getum við gert sem einstaklingar sem skaparar sem meðhöfundar hönnunar og þróunar?

Við þurfum að láta þá sem taka ákvarðanir fyrir fyrirtæki og stjórnvöld taka ábyrgð á að tryggja að gervigreind styðji við aðgengilegar niðurstöður, efli einstaklinga og haldi uppi háum siðferðilegum stöðlum. Við ættum að tryggja að vörurnar sem þið búið til taki mið af því HVER notar þær. AF HVERJU þú býrð þær til og HVERNIG vel heppnaðuðustu og verstu, hugsanlegu niðurstöðurnar munu líta út.

Mannmiðuð hönnunarferli, eins og alltaf, er gagnlegt til þess að tryggja að gervigreindin hafi mannfólk í huga.

Mundu að það sem þú mælir er það sem þú byggir. Og við erum ábyrg fyrir því sem við búum til. Ráddu siðfræðinga, gagnasafnstjóra og sérfræðinga í mannmiðaðri hönnun til að fylla í eyðurnar í eigin framleiðslu eða hönnunarstarfi.

Búðu til HEIÐARLEG gögn: Finnanleg, Aðgengileg, Rekstrarsamhæfð, Endurnýtanleg. Því stærri gagnasöfn sem einstök gervigreind hefur tiltæk til að þjálfa sig, því betri algóritma getum við búið til. Og við getum fínstillt niðurstöður milli einstaklinga og stutt aðgengileika. Við þurfum líka að taka HEIÐARLEG gögn og brúa hefðbundin viðskipta landamæri til að deila gögnum og þekkingu á sanngjarnan hátt. Í stuttu máli.

 

17.

Ekki búa til ömurlega framtíð.

Þú berð ábyrgð á því sem þú býrð til.

Og eitt af því sem mun hjálpa okkur að skapa betri framtíð er áframhaldandi meðtalning og gleði í notkun eigindlegra gagna um það hvernig fólk á samskipti, hvernig aðgengileika þarfir og aðgengileika tækni fer saman svo að við getum búið til betri framtíð .

 

18

Þakka þér kærlega fyrir vingjarnlegar móttökur, þakkir til skipuleggjenda ráðstefnunnar og sérstaklega til Söru Daggar fyrir óendanlega þolinmæði.

 

Ef þið hafið athugasemdir eða áhuga á samstarfi, endilega hafið samband.

Haltu áfram og búðu til heiminn sem þú vilt búa í!

Kærar þakkir og hafið það gott.

 

Þýðing: ASETUR

 

Dagskrá Ráðstefnunnar

13:00   Setning
Bryndís Snæbjörnsdóttir, fráfarandi formaður

13:10   Ávarp forseta ASÍ
Drífa Snædal, forseti ASÍ

13:20   Alþjóðlegar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði
Árni Múli Jónasson, fram.kv. stj.

13:35   Jafnrétti fyrir alla: Samkaup alla leið
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, fram.kv. Stj. mannauðssviðs Samkaupa

13:45   Atvinnuleitendur með skerta starfsgetu
Björn Finnbogason, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun

13:55 Hlé

14:15   Aðgengi fyrir alla
Sigurbjörn Reginn Óskarsson, vörustjóri hjá Ísland.is

14:25   Hlutverk Reykjavíkurborgar í atvinnuálum fatlaðs fólks og framtíðarsýn
Arne Friðrik Karlsson, leiðandi forstöðumaður

14:40   Accessibility and AI: Promise and practice in 2021
Chris Hass, ux consultant, researcher, and business development specialist with Kanada software

15:00   Kynning á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu

15:10 Hvað svo?
Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp

15:20   Hver vill láta troða sér í box?
Sunna Dögg Ágústsdóttir, frá Ungmennaráði Landssamtakana Þroskahjálpar

15:30   Vitundarvakning Þroskahjálpar og Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkv. stj. SA

15:40   Umræður og ráðstefnuslit
Nýr formaður Landssamtakana Þroskahjálpar