Gullkistan — borðspil hannað fyrir fatlað fólk

Gullkistan, framhlið á borðspilinu
Gullkistan, framhlið á borðspilinu

Við hjá Þroskahjálp hvetjum öll sem hafa áhuga og getu að styrkja þetta verkefni.

Landssamtökin Þroskahjálp veittu viðurkenningu þessu lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í vor.

Gullkistan

Gullkistan er borðspil sem inniheldur 300 spurningar táknaðar með tákn með tali tjáningarleiðinni.
Spilið hentar fyrir allt fólk frá 4ra ára aldri.

Borðspilið Gullkistan, yfirlitsmynd

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð og eru lykilorð í setningu táknuð við töluðu orðin.
Aðferðin er málörvandi fyrir öll börn.

Söfnun á Karolina Fund

Til þess að koma spilinu í framleiðslu er nú í gangi söfnun inn á Karolina Fund.
Vefslóðin er: www.karolinafund.com/project/view/6046

Þetta er frábært spil sem hentar fullkomlega fyrir leikskóla, grunnskóla og öll okkar sem vilja æfa sig og læra tákn með tali.
Spilið stuðlar jafnframt að félagslegri þátttöku.