Strandgata í Hafnarfirði
Á samráðsvefnum Betri Hafnarfirði hefur verið stofnað svæði fyrir reynslusögur og hugmyndir um aðgengismál í sveitarfélaginu. Frumkvæði að stofnun svæðisins kemur frá starfshóp sem nýlega var stofnaður með það verkefni að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði.
Aðgengismál varða öll svið samfélagsins og ná yfir breitt svið, allt frá aðgengi að byggingum og almenningsrýmum til aðgengis að upplýsingum og þjónustu bæjarfélagsins. Hugmyndir og reynslusögur sem berast á Betri Hafnarfirði munu nýtast hópnum til að móta stefnuna og koma með tillögu að innleiðingaráætlun.
Smelltu hér til að skoða vefinn.