LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP 40 ÁRA - AFMÆLISRÁÐSTEFNA

Landssamtökin Þroskahjálp eiga 40 ára afmæli á árinu. Í tilefni af því og alþjóðadegi fatlaðs fólks, sem er 3. desember, halda samtökin ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík eftir hádegi föstudaginn 2. desember nk.  

Í tengslum við ráðstefnuna verða „Múrbrjótar“ samtakanna afhentir en það er viðurkenning sem Landssamtökin Þroskahjálp veita aðilum sem að mati samtakanna hafa brotið niður múra í réttindamálum fatlaðs fólks og viðhorfum til þess.

Á ráðstefnunni verða flutt nokkur mjög áhugaverð erindi sem fjalla með einum eða öðrum hætti um hvað er samfélag fyrir alla þar sem allir fá tækifæri til að lifa góðu lífi og hvernig getum við öll saman skapað slíkt samfélag.

Hver er ávinningurinn af því að skapa þannig samfélag fyrir alla og þá sem tilheyra meirihlutanum svonefnda ekkert síður en þá sem teljast til minnihlutahópa?

Þessi áhugverða afmælisráðstefna er ókeypis og öllum opinn og eru allir hvattir til að koma, fylgjast með, og taka þátt í henni, vera með þegar Múrbrjótarnir verða afhentir, þiggja léttar veitingar að því loknu og gleðjast saman í tilefni af fertugsafmæli Þroskahjálpar.

Dagskrá ráðstefnunnar má lesa með því að smella hér á hnapinn. 

Dagskrá og skráning