Þroskahjálp er með listasmiðju fyrir fötluð ungmenni
á aldrinum 12-15 ára
Listasmiðjan er á Barnamenningarhátíð.
— Listasmiðjan byrjar 16. mars
Við hittumst sex sinnum,
í tvo klukkutíma í hvert skipti
— Listamiðjan endar á sýningu í lok apríl
Sýningin er haldin á Ásmundarsafni á Barnamenningarhátíð
Í listasmiðjunni vinnum við með ljósmyndir, teikningar og fleiri spennandi miðla,
eftir áhuga og vilja þátttakenda.
Við hvetjum öll fötluð ungmenni af öllum kynjum til að taka þátt.
Skráningu lýkur í lok dags 14. mars.
Skráning og nánari upplýsingar:
Netfang: throskahjalp@throskahjalp.is
Sími: 588 9390
Spurt og svarað fyrir þátttakendur
Ég er með aðstoðarfólk/liðveislu, má það koma með?
Já. Þátttakendur mega koma með aðstoðarfólkið sitt.
Mig vantar aðstoð til að vera með, getið þið hjálpað?
Við hjá Þroskahjálp leggjum okkur fram við að aðstoða öll sem vilja taka þátt.
Starfsfólk okkar er til staðar á námskeiðinu til að aðstoða eins vel og hægt er.
Við munum einnig leggja okkur fram við að útvega táknmálstúlk, tungumálatúlk og aðra aðstoð sem gæti þurft.
Vilt þú aðstoð?
Sendu okkur tölvupóst á throskahjalp@throskahjalp.is
Hvernig skrái ég mig?
Þú skráir þig með því að senda tölvupóst á throskahjalp@throskahjalp.is
og þú getur líka hringt í okkur í síma í síma 588-939