Næstu sveitarstjórnakosningar eru sögulegar fyrir fatlað fólk. Þær eru fyrstu kosningar eftir að sveitarfélögin í landinu tóku við sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk, frá ríkinu.
Gera má ráð fyrir því að margir, ekki síst fatlað fólk og aðstandendur þeirra, vilji fá að vita hvernig framboðin í einstökum sveitarfélögum sjá framtíðaruppbyggingu þessarar þjónustu í sínu sveitarfélagi.
Næstu sveitarstjórnakosningar eru sögulegar fyrir fatlað fólk. Þær eru fyrstu kosningar eftir að sveitarfélögin í landinu
tóku við sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk, frá ríkinu.
Gera má ráð fyrir því að margir, ekki síst fatlað fólk og aðstandendur þeirra, vilji fá að vita hvernig
framboðin í einstökum sveitarfélögum sjá framtíðaruppbyggingu þessarar þjónustu í sínu sveitarfélagi.
Því er við hæfi að væntanlegir sveitarstjórnamenn geri kjósendum sínum grein fyrir hvernig þeir hyggist standa að þessari
þjónustu á næsta kjörtímabili fái þeir til þess umboð.
Til að auðvelda kjósendum að kynna sér stefnu flokkanna hafa Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélag Íslands og Sjálfsbjörg
landsambandið ákveðið að bjóða framboðunum að birta stefnu þeirra í þessum málaflokki á heimasíðum
samtakanna og koma þeim á framfæri á fésbókarsíðum sínum.
Vonumst við eftir að fleiri framboð sendi okkur svör sín á næstunni og munum við bæta þeim við um leið.
Undir "Þjónusta" hér á síðu Þroskahjálpar er hægt að finna "X-2014 - Kosningar" eða smella
hér.