Mánudaginn 14. október 2013 á Grand hóteli, stendur velferðarráðuneytið í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp,
innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga,
umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Öryrkjabandalag Íslands, fyrir málþingi um
framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Sjá nánar á vef velferðarráðuneytis þar sem jafnframt má nálgast skráningarform.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 7. október.
Á málþinginu verður leitast við að fá fram umræðu um málaflokkinn á breiðum grundvelli.
Markmiðið er að þátttakendur deili hugmyndum og læri hver af öðrum. Þá verður leitast við
að fá fram sjónarmið um það sem betur má fara og umræður um hvernig bregðast megi við og
bæta úr.
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu á vef ráðuneytisins þar sem
upptökur frá þinginu verða einnig aðgengilegar.
Dagskrá:
Málþingsstjóri fyrir hádegi er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneyti
09:40-10:00 Húsið opnar – skráning
10:00 Ávarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra
10:10 Ímynd og fræðsla
Réttindavakt velferðarráðuneytis: Skyldur og helstu verkefni (Ingibjörg
Broddadóttir, formaður
velferðarvaktarinnar)
Sendiherraverkefnið: Kynning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks (María
Hreiðarsdóttir og Skúli Steinar
Pétursson sendiherrar)
Að halda áfram! (Nanna Þórisdóttir Hugarafli)
11:05 Mamiko Dís Ragnarsdóttir tónlistarkona flytur eigin lög: Skrýtin og Itsuka
11:15 Sjálfstætt líf (fyrri hluti)
Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum (Friðrik
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Landssamtakanna Þroskahjálpar)
Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu (Halldór
S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
öldrunarheimila Akureyrarbæjar)
11:55 HÁDEGISVERÐUR
Málþingsstjóri eftir hádegi er Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneyti
12:40 Sjálfstætt líf (seinni hluti)
Tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (Bryndís Snæbjörnsdóttir,
fulltrúi í
verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð)
NPA - Reynslusaga frá Akureyri (Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri
fjölskyldudeild
Akureyrarbæjar)
NPA er eins og rautt chili: Reynsla fatlaðs fólks af sjálfstæðu lífi (Freyja
Haraldsdóttir,
framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar)
13:35 Baráttupopp: Lagagjörningur Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur fötlunarlistakonu
13:45 Þátttaka
Notendaráð fatlaðs fólks (Kristín Þóra Albertsdóttir, formaður
notendaráðs á Suðurlandi og
Ragnheiður Jónsdóttir, aðstoðarformaður
notendaráðsins)
Frístundastarf SFS fyrir fötluð börn og unglinga (Sigríður Rut Hilmarsdóttir,
verkefnisstjóri á
skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðs fólks
hjá Reykjavíkurborg)
14:25 Heilbrigði (fyrri hluti)
Efling heilsugæslunnar til að mæta þörfum fatlaðs fólks (Gerður A.
Árnadóttir, heimilislæknir
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins)
Aðgangur að heilbrigðisþjónustunni (Guðríður Ólafsdóttir,
félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagi
Íslands)
15:05 KAFFI
15:30 Heilbrigði (seinni hluti)
Geðheilsustöð Breiðholts: Samvinna og samþætting í þjónustu
við geðfatlaða (Sigríður Hrönn
Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Erla
Alfreðsdóttir iðjuþjálfi)
15:55 Mannréttindi
Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (Teitur
Skúlason,
sérfræðingur innanríkisráðuneyti)
16:10 Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
Yfirfærslan: Forsendur, áskoranir og árangur (Tryggvi Þórhallsson,
lögfræðingur hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga)
Sjónarhorn notanda (Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks -
Félags fólks með
þroskahömlun)
16:50-17:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, slítur málþinginu