Nú er vinna við þættina Með okkar augum á lokasprettinum og viljum við þakka öllum þeim sem komu að gerð þeirra svo og allan stuðning og velvild. Það er okkur sannarlega ómetanlegt.
Nú er vinna við þættina Með okkar augum á lokasprettinum og viljum við þakka öllum þeim sem komu að gerð þeirra svo og allan stuðning og velvild. Það er okkur sannarlega ómetanlegt.
Fyrirhugað var að hafa þættina á dagskrá í júlí líkt og fyrri ár en nú hefur Rúv ákveðið að flytja þá á enn betri sýningartíma þar sem fleiri munu njóta þeirra og verða þeir í ár partur af haustdagskránni. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi vinsælda þáttanna undanfarin ár og er ætlað að auka áhorf þeirra enn frekar.
Þættirnir verða á dagskrá á þriðjudögum strax að loknu Kastljósi um kl.20 og hefst sýning þeirra í lok ágúst. Þetta er óneitanlega betri sýningartími en um mitt sumar og enn betra er að fylgja í humátt á eftir Kastljósinu sem jafnan er með mikið áhorf. Við erum því sátt við þessa breytingu og finnst það gleðilegar fréttir að þættirnir okkar veki það mikla athygli og hafi það mikil áhrif að þeir séu settir á besta tíma í haustdagskrá Rúv. Hlökkum til að sýna ykkur allt efnið sem við höfum verið að taka upp sl vikur í haust :)