Sjónvarpsþættirnir "Með okkar augum" eru tilnefndir til Edduverðlauna í ár í flokknum menningar- eða lífsstílsþættir. Þættirnir voru framleiddir af Landssamtökunum Þroskahjálp.
Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda, en þeir hafa verið sýndir á RUV. Alls hafa verið gerðir 12
þættir og stefnt er að því að ný þáttaröð verði sýnd í sumar.
Sérstaða þáttanna er sú að fólk með þroskahömlun er beggja vegna linsunnar, þ.e. sjá um
dagskrárgerð, tökur, kynningar o.fl. en njóta aðstoðar fagfólks. Elín Sveinsdóttir hefur umsjón með gerð þáttanna.
Þættirnir hafa hlotið fjölda viðurkenninga m.a. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, hvatningarverðlaun ÖBÍ
og "Múrbrjóta" Þroskahjálpar.