Verk eftir Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur.
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á myndlistarbraut til eins árs fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi. Óskað er eftir umsóknum!
Nemendur öðlast grundvallarþekkingu í undirstöðugreinum myndlistar og áhersla er lögð á frjótt sköpunarferli og persónulegt myndmál. Nemendur fá jafnframt góða innsýn í listasögu og starfsumhverfi myndlistar.
Um er að ræða hálft nám en kennt er fyrir hádegi alla virka daga.
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér. Umsóknafrestur rennur út 15. júní!