Síðasta haust tóku gildi ný lög sem gera styrki til almannaheillafélaga frádráttarbær af tekjuskatti bæði einstaklinga og fyrirtækja.
Svo dæmi sé tekið, ef þú greiðir Þroskahjálp styrk upp á 10.000 krónur yfir árið, færðu endurgreiddar 3.800 krónur. Þroskahjálp nýtur góðs af öllum 10.000 krónunum, en þú borgar bara 6.200 krónur. Þetta dæmi miðar við meðaltekjur, en hlutfall endurgreiðslunnar er breytilegt eftir tekjum og upphæð styrks. Til að fá endurgreiðslu þarf styrkurinn þó að nema 10.000 krónum á ári að lágmarki. Til að fá skattaafsláttinn þarft þú ekkert að gera, Þroskahjálp sér um að koma gögnum til skattsins og afslátturinn kemur sjálfkrafa fram á skattframtali.
Allir styrkir veittir Þroskahjálp renna beint í mikilvæga mannréttindabaráttu samtakanna fyrir hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks.
Vilt þú styða við Þroskahjálp? Þú getur gert það mánaðarlega eða með eingreiðslu með því að smella hér.