Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018.
Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk
Samkomulag undirritað um lóð og leiguíbúðir að Öldugötu
Samkomulag handsalað
Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018.
Í dag skrifuðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Sveinn E. Sigurðsson formaður Húsbyggingarsjóðs og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar undir samkomulag um uppbyggingu íbúðakjarna fyrir fatlaða einstaklinga í Hafnarfirði að Öldugötu 41. Markmiðið er að byggja húsnæði sem gerir fötluðu fólki kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir eftir því sem kostur er, tryggja þeim jafnrétti til búsetu og skapa skilyrði til eðlilegs lífs og þátttöku í samfélaginu. Hlutaðeigandi aðilar eru að vonum ánægðir með samkomulagið og þótti viðeigandi að skrifa undir á Alþjóðadegi fatlaðs fólks sem haldinn er 3. desember ár hver. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1981.