Laugardaginn 9. október fara fram landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar og ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks sem ber titilinn Göngum í takt! Meðal umræðuefna ráðstefnunnar eru gervigreind, samfélagsleg ábyrgð, brúun bils milli náms og atvinnu og reynsla fatlaðs fólks af vinnumarkaði. Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá sig. Henni verður einnig streymt á netinu á Facebook viðburði.
Bæði landsþingið og ráðstefnan fara fram á Grand Hotel í Reykjavík. Landsþingið frá kl. 9.00-12.00 og ráðstefnan frá kl. 13.00-16.00.
Allar upplýsingar um laugardaginn má finna hér.