Reykjavík Dance Festival býður afslátt

Fegurð í mannlegri sambúð. [Sjónlýsing: Myndin er svarthvít, löng og mjó. Á henni má sjá hóp af ungu…
Fegurð í mannlegri sambúð. [Sjónlýsing: Myndin er svarthvít, löng og mjó. Á henni má sjá hóp af ungu fólki sem situr upp við vegg í röð. Ein manneskja er í hjólastól og ein með göngugrind. Einn stóllinn er tómur en á baki stólsins er jakki.]

Reykjavík Dance Festival býður félagsmönnum Þroskahjálpar afslátt á hátíðina. Eftirfarandi er fréttatilkynning þeirra:

 

Reykjavík Dance Festival fer fram dagana 20. - 23. Nóvember næstkomandi. Dagskrána má finna hér: www.reykjavikdancefestival.is 

 

Í fjóra daga er dansinn okkar, borgin er okkar, með allar sínar raddir, líkama og samfélög. 

Í fjóra daga tökum við yfir borgina með dans og kóreógrafíu, verkum eftir innlenda og alþjóðlega listamenn. 

Í fjóra daga sköpum við danshátíð sem er byggð á von, ást og umhyggju. Sýningar, viðburðir, partý, hangs, umræður, fyrirlestrar og fleira.

 

Við sem störfum að hátíðinni viljum bjóða meðlimum Þroskahjálpar 50% afslátt af sýningum hátíðarinnar. Athugið að afslátturinn er ekki í boði á sýningarnar Spills eða Fegurð í mannlegri sambúð. 

 

Það þýðir að þið fáið miða á sýningar á 1.500 krónur í stað 2.900 krónur. 

Hægt er að virkja afsláttinn með því að slá inn RDF2019fagfelag inn í miðasölukerfi tix.is

Ef fólk er með NPA aðstoðafólk fær viðkomandi aðstoðamanneskja frítt á viðburðina. Hringja þarf í tix.is í síma 5513800 

 

Annars er vert að minnast á að frítt er á eftirtaldar sýningar:

Dansleikur - Just in Time

Krakkaveldi

Heldrapönk

Yfirtaka - Konulandslag